Morgunvaktin

Gleði á Ísafirði, skólabyrjun, stjórnmál í Evrópu og gömul hús

Í byrjun þáttar sagði Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, frá sigurhátíð á Silfurtorgi í gær en Vestri varð á föstudag bikarmeistari karla í fótbolta.

Kennsla hefst í flestum grunnskólum landsins í dag. Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, spjallaði um lífið í skólanum og skólamál vítt og breitt.

Björn Malmquist fór yfir tíðindi úr evrópskum stjórnmálum. Hann ræddi líka við Sóleyju Kaldal um öryggis- og varnarmál en skýrsla um skemmdarverk Rússa á evrópskum innviðum kom út á dögunum.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur um árabil birt færslur á facebook um hús. Þar segir hann sögu þeirra, fjallar um starfsemi og getur íbúa. Færslurnar eru afar kærkomnar ef marka viðbrögð lesenda. Guðjón sagði frá og rabbaði um gömul hús.

Tónlist:

Veröld mín - Rúnar Þór Pétursson,

Hafið eða fjöllin - Siggi Björns,

Suddenly autumn - Sunna Gunnlaugsdóttir,

Húsin í bænum - Egill Ólafsson,

Back home in Indiana - Lester Young o.fl.

Frumflutt

25. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,