Morgunvaktin

Mikilvægt að bæta hag þeirra sem hafa það "skítt"

Í fyrsta hluta þáttarins var fjallað stuttlega um Þórberg Þórðarson en 50 ár eru í dag síðan skáldið lést. Rifjaðar voru upp frásagnir í blöðum frá 85 ára afmæli Þórbergs átta mánuðum fyrir andlátið en þá var hann m.a. gerður heiðursdoktor við Háskóla Íslands og leikið brot úr lestri Þórbergs á Íslenskum aðli.

80 ár eru liðin frá tveimur skipssköðum við Íslandsstrendur sem urðu með rúmlega tveggja vikna millibili. 20. október 1944 rak kanadíska tundurspillinn Skeena upp í fjöru við Viðey, 198 var bjargað en fimmtán fórust.

10. nóvember grandaði þýskur kafbátur Goðafossi úti fyrir Garðskaga. 43 fórust, nítján björguðust.

Óttar Sveinsson blaðamaður og höfundur Útkallsbókanna rifjaði þessa atburði upp. Hann sagði líka stuttlega frá björgunarafrekinu í Vöðlavík 1994 en um fjallar nýjasta bókin hans.

Í Berlínarspjalli fór Arthur Björgvin Bollason yfir stöðu mála í þýskum stjórnmálum. Stjórn Schols kanslara er minnihlutastjórn og tímaspursmál hvenær efnt verður til kosninga. Arthur sagði líka frá sýningu á verkum Bjargar Þorsteinsson í Gallerí Guðmundsdóttir í Berlín og hátíðarhöldum um síðustu helgi þar sem 35 ár eru síðan Berlínarmúrinn féll.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt við Björn Snæbjörnsson, formann kjaranefndar Landssambands eldri borgara, um málefni eldri borgara og kosningarnar fram undan. Hann segir mikilvægt framboðin leggi áherslu á bæta hag þeirra verst settu, þeirra sem hafa það "skítt" eins og hann orðar það.

Seltjarnarnesið - Tryggvi Tryggvason og félagar,

Schön Rosmarin - Joshua Bell og Paul Coker,

Wind of change - Scorpions,

Cerisiers roses - Manu Dibango.

Frumflutt

12. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,