Morgunvaktin

Fornar lögbækur, þýsku kosningarnar og lífið á Filipseyjum

Annað slagið er vitnað í fornar lögbækur í dómum dómstóla; Grágás og Jónsbók. Davíð Þór Björgvinsson, lagaprófessor og fyrrverandi dómari, hefur rýnt í þessa tilhneigingu dómara og lögmanna og fjallar um efnið í erindi í Eddu á morgun. Hann sagði suttlega frá á Morgunvaktinni og nefndi dæmi þar sem vísað er í uþb þúsund ára lagatexta í lögfræði dagsins í dag.

Farið var yfir niðurstöður konsninganna í Þýskalandi eftir Morgunfréttir. Björn Malmquist fréttamaður og Arthur Björgvin Bollason mátu stöðuna. Líklegast er Kristilegir demókratar og Jafnaðarmannaflokkurinn myndi stjórn undir forsæti Friedrich Merz, leiðtoga Kristilegra.

Sigyn Blöndal sendi hljóðskrá frá Filipseyjum. Hún ræddi við Valdimar Ellertsson, starfsmann Jarðborana. Hann býr í Ástralíu en vinnur á Filipseyjum.

Tónlist:

Ég vil fara upp í sveit - Elly Vilhjálms,

Time after time - Útlendingahersveitin,

Blues before sunrise - Ray Charles,

Í góðu skapi - Sniglabandið.

Frumflutt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,