Í fyrsta hluta þáttarins sagði Atli Freyr Hjaltason, tónlistarmaður og þjóðdansari, frá fullveldisfagnaði í Árbæjarsafni 1. desember. Þar verða hefðir og siðir fyrri tíma í fyrirrúmi; rímur, þjóðdansar, glíma og fleira.
Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, fór yfir nýjustu könnun fyrirtækisins á fylgi flokkanna, degi fyrir kosningar. Útlínurnar eru að uppistöðu þær sömu og í könnnun fyrir þremur vikum þegar Þóra kom síðast í þáttinn.
Útlit er fyrir vont veður á austan- og norðanverðu landinu á morgun, kjördag. Alda Marín Kristinsdóttir sem býr á Borgarfirði eystri vonast samt til að allir geti kosið og hægt verða að koma atkvæðum til talningar.
Í spjalli um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um Bolero eftir Ravel.
Tónlist:
Á Sprengisandi - Karlakórinn Þrestir,
Wake me up before you go go - Sunna Gunnlaugs,
Vaki vaki vinur minn - Sigurður Guðmundsson og Memphismafían.
Frumflutt
29. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.