Morgunvaktin

Samvinnufélög, Danmörk og Akureyrarveikin

Í ár er alþjóðaár samvinnufélaga. Þau eru enn nokkur í landinu þótt blómaskeið Samvinnuhreyfingarinnar liðið. Margrét Katrín Guðnadóttir, kaupfélagsstjóri í Borgarfirði, og Vilhjálmur Egilsson hagfræðingu og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst, ræddu um samvinnufélög í nútímanum.

Borgþór Arngrímsson sagði okkur tíðindi frá Danmörku. Samsam-málið svokallaða er mikið til umfjöllunar þar í landi eftir Hæstiréttur kvað upp þann dóm leyniþjónustustofnanir landsins ættu gangast við því Ahmed Samsam hefði verið erindreki þeirra í Sýrlandi.

Akureyrarveikina kannast margir við, og hún hefur verið rifjuð upp á síðustu árum, ekki síst vegna líkinda við langvarandi Covid-19. En saga þessarar veiki hefur aldrei verið tekin saman, fyrr en nú. Óskar Þór Halldórsson rithöfundur gaf í síðustu viku út bókina Akureyrarveikin, og hann ræddi um hana.

Tónlist:

Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Í dag skein sól.

Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Boat on the river.

Svavar Knútur Kristinsson, Kristjana Stefánsdóttir - Undir birkitré.

Frumflutt

3. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,