Morgunvaktin

Þing Norðurlandaráðs og koma Selenskís til landsins

Norðurlandasamstarfið er í brennidepli þar sem þing Norðurlandaráðs fer fram í Reykjavík þessa dagana.

Hrannar Björn Arnarson, formaður Norrænafélagsins á Íslandi, ræddi samstarfið, einnig var stuttlega fjallað um nýafstaðnar kosningar í Georgíu en Hrannar er ræðismaður Georgíu á Íslandi.

Alþingiskonurnar Bryndís Haraldsdóttir og Oddný G. Harðardóttir, forseti og varaforseti Norðurlandaráðs, ræddu um störf þingsins en líka um málefni Úkraínu, Selenskí Úkraínuforseti kemur til landsins í dag og ávarpar Norðurlandaráðsþingið á morgun.

Björn Malmquist fréttamaður ræddi við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing um áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á heimsmálin og þá ekki síst á samstarf Norðurlandanna.

Fjórða þætti pistlaraðar Sóleyjar Kaldal um öryggismál var einnig útvarpað.

Tónlist:

Ack, Värmeland du sköna - Helena Eriksson,

Sang til byen - Kari Bremnes,

Berg og båre - Kari Bremnes.

Frumflutt

28. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,