Morgunvaktin

Skák, Viktoríuvatn og dýrategundir vaktar upp frá dauðum

Reykjavíkurskákmótið hefst í dag og fram undan er sjö daga skákveisla í Hörpu. Yfir 400 skákmenn taka þátt og takmarkast þátttakendafjöldinn við plássið; enn fleiri vildu vera með. Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, spjallaði við okkur um mótið; glímuna á hvítu og svörtu reitunum, um kunna erlenda þátttakendur og unga og efnilega íslenska skákmenn og líka um Friðrik Ólafsson sem lést á föstudaginn.

Þórhildur Ólafsdóttir var með okkur frá Úganda. Hún sagði okkur frá Viktoríuvatni, lífríkinu og atvinnunni sem það veitir. eru uppi miklar áhyggjur af því vatnið hreinlega deyja.

Svo voru það vísindin en bandarískt líftæknifyrirtæki ku hafa vakið gramúlf upp frá dauðum - ef svo segja. Gramúlfurinn út fyrir um tíu þúsund árum en þetta var gert með nýjustu erfðatækni. Næst á dagskrá er uppvakning annarra útdauðra tegunda á borð við Tasmaníutígurinn, dódófuglinn og loðfílinn. Vera Illugadóttir sagði frá þessu en deildar meiningar eru um ágæti þess vekja upp horfnar skepnur fortíðar.

Tónlist:

ADHD - Langanes.

ADHD - ró.

Frumflutt

9. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,