Morgunvaktin

Staðan í stjórnmálunum og Þýsk málefni

Fjallað var um stöðuna í stjórnmálunum eftir stjórnarslit forsætisráðherra á sunnudag. Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Halla Gunnarsdóttir, félagi í VG, fóru yfir stöðuna.

Síðar í þættinum fór Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Landskjörstjórnar, yfir þá fresti sem gilda miðað við gengið verði til kosninga seint í nóvember. Ljóst er hafa þarf hraðar hendur við frágang framboðslista.

Í Berlínarspjalli fjallaði Arthur Björgvin Bollason meðal annars um vaxandi óþol í Þýskalandi gagnvart flóttamönnum. 3,5 milljónir flóttamanna eru í landinu, flestir frá Úkraínu og Sýrlandi. Finnst mörgum Þjóðverjum nóg um. Þá sagði Arthur frá fundi þar sem rætt var um hvaða augum Þjóðverjar líta Norðurlöndin og Norðurlandabúa.

Sjáum hvað setur - Moses Hightower,

Lífsgleði - Moses Hightower,

Footprints - Kvintett Miles Davis.

Frumflutt

15. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,