Morgunvaktin

Heimsglugginn, gullöldin og húsakostur Listasafns Íslands

Bogi Ágústsson verður með okkur á eftir. Trump Bandaríkjaforseti kom við sögu í spjalli um erlend málefni, líka biskupinn í Washington; Mariann Edgar Budde, sem bað forsetann sýna miskunn og uppskar ókvæðisorð úr Hvíta húsinu. Þá var fjallað um Panama.

Trump boðar nýja gullöld í Bandaríkjunum. Gullöld er hugtak sem gjarnan er notað um velsældarskeið, stutt eða löng. líkindum setti gríska skáldið Hesíó-dos þetta fyrst fram. Hann lýsti fyrsta tímabili í sögu mannkyns sem gullöld. Við lítum um engi og akra hvar smjör drýpur af hverju strái: - hvernig var lífið á gullöld, eða öllu heldur hvernig lýsti Hesíódos gullöldinni? Geir Þ. Þórarinsson aðjunkt við Háskóla Íslands sagði okkur frá því.

Og upp úr hálf níu fjölluðum við um húsakost Listasafns Íslands. Hann er hvorki nægur nægilega góður. Sýningarýmið er of lítið og geymslur ófullnægjandi. Getur verið verk gömlu meistaranna, sem og samtímalistamanna liggi undir skemmdum? Hvaða kostir eru í stöðunni? Ingibjörg Jóhannsdóttir safnstjóri Listasafnsins kom til okkar.

Tónlist:

Sálgæslan - Út í myrkrið.

Count Basie and his Orchestra og Ella Fitzgerald - On the sunny side of the street.

Frumflutt

23. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,