Morgunvaktin

Kosningakerfin blanda af stærðfræði og pólitík

Til eru nokkrar aðferðir við úthlutun sæta eftir kosningar, og þær byggja á skipulagi og stærðfræði. Þorkell Helgason stærðfræðingur hefur í rúm 40 ár verið ráðgjafi stjórnvalda í kosningamálum og hefur skrifað bókina Kosningafræðarinn.

Borgþór Arngrímsson sagði tíðindi frá Danmörku, meðal annars af því Mette Frederiksen forsætisráðherra er flutt úr íbúð sinni í Kaupmannahöfn vegna áreitis.

Vera Illugadóttir sagði svo frá Kim Davis, sem hefur barist gegn hjónaböndum samkynhneigðra undanfarinn áratug en Hæstiréttur Bandaríkjanna neitaði í byrjun vikunnar taka mál hennar fyrir.

Frumflutt

12. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,