Morgunvaktin

Grindavík, Walesa og bankarnir

Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, var fyrsti gestur okkar í dag. Beðið er eftir enn einu eldgosinu en bæjarstjórnin lætur það lítið á sig fá. er verið pakka saman skrifstofum bæjarins í Tollhúsinu í Reykjavík og eftir helgi verða þær opnaðar á í Grindavík. Starfandi fólki og fyrirtækjum fjölgar í bænum, en óvissan er enn mikil.

Ráðamenn hafa flestir verið diplómatískir í gagnrýni á framgöngu Trumps og Vance gagnvart Zelensky á fundinum fræga í Hvíta húsinu á föstudag. Lech Walesa, fyrrverandi pólitískur fangi og seinna forseti Póllands, sparaði hins vegar ekki stóru orðin. Hann fylltist hryllingi og viðbjóði og lýsti því í opnu bréfi til Bandaríkjaforseta. Við töluðum um bréfið og Walesa við Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Varsjá.

Svo eru það bankarnir og bankakerfið. Snorri Jakobsson greinandi ræddi við okkur um afkomu bankanna, rekstrarkostnað, möguleika á hagræðingu og sitthvað fleira.

Tónlist:

Lester Young ofl. - Back home in Indiana.

Norah Jones - Wake me up.

Dolly Parton - Southern Accents.

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,