Morgunvaktin

Heimsgluggi, Grjótmulningsstöðin, Flatey og styttan af Bertel

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi um gjaldþrot Northvolt, stöðuna í Úkraínu og kosningarnar á Grænlandi.

Grjótmulningsstöðin á Ártúnshöfða á víkja fyrir Borgarlínu. Arnhildur Pálmadóttir arkitekt vakti athygli á þessu í vikunni og segir tímabært læra meta það sem við eigum. Gæði felist í því geta lesið iðnaðarsöguna í byggingum eins og þessum húsum.

Á laugardag hefst þáttaröð á Rás 1, Tilraun sem stóð í 1000 ár heitir hún. Guðrún Hálfdánardóttir fjallar þar um sögu byggðarinnar í Flatey á Skjálfanda og öðrum afskekktum byggðum.

Í síðasta hluta þáttarins var Eiríkur Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður, gestur okkar. Hann hefur rannsakað tildrög og afleiðingar þess Danir ákváðu gefa Íslendingum styttuna af Bertel Thorvaldsen árið 1874.

Tónlist:

Ingi Bjarni Trio - Visan.

Marína Ósk - Haflína.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,