Morgunvaktin

Öskjugosið 1875, Björgunarafrekið við Látrabjarg og Dvorak

150 ár eru í dag síðan Askja gaus. Áhrif gossins voru mikil, fjöldi bújarða varð illbyggilegur og hópur fólks af Austurlandi flutti vestur um haf. Elsa Guðný Björgvinsdóttir á Egilsstöðum sagði frá gosinu og áhrifum þess en langalangafi hennar, Gunnlaugur Snæland Jónsson var bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal og færði hugleiðingar um gosið í dagbók. Hún fannst óvænt fyrir rúmum 30 árum. "Allt dauðlegt hlýtur deyja," var meðal þess sem hann skrifaði.

Á sunnudag verður heimildarmynd Óskars Gíslasonar um björgunarafrekið við Látrabjarg sýnd í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Óskar sviðsetti afrekið frá desember 1947 ásamt félögum í Björgunarfélaginu Bræðrabandinu í Rauðasandshreppi sumarið eftir og var myndin sýnd víða um Evrópu.

Í spjalli um sígilda tónlist sagði Magnús Lyngdal frá Antonin Dvorak og lék brot úr nokkrum verka hans.

Behind closed doors - Charlie Rich,

The most beautiful girl in the world - Charlie Rich,

Time out - Mezzoforte,

Hvað dreymir þig ljúfa dúfan mín - Guðrún Á. Símonar.

Frumflutt

28. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,