Í fyrsta hluta þáttarins var leikið brot úr viðtali við Úlfar Hauksson, vélstjóra og stýrimann, um siglingar með ferðamenn með ströndu Grænlands. Kastljósinu er beint að Grænlandi á Rás 1 þessa vikuna.
Fjallað var um kaup og kjör stjórnmálamanna en laun borgarstjórans í Reykjavík hafa verið til umfjöllunar að undanförnu. Þórólfur Matthíasson, prófessor emeritus, fór yfir laun bæjar og borgarstjóra víða um heim, bæjarstjórar í fámennum bæjum á höfuðborgarsvæðinu eru með örlítið lægri laun en borgarstjórinn í New York, svo dæmi sé tekið.
Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, fór yfir áform stjórnvalda í Evrópuríkjum og ráðamanna ESB um stóraukin framlög til öryggis- og varnarmála. Þá ræddi hann við Lindu Heimisdóttur, framkvæmdastjóra Miðeindar, um gervigreindina sem þykir heldur karllæg. Hún fjallaði um málið í málstofu í Brussel.
Svefnlyfjanotkun er talsvert útbreiddari hér en í samanburðarríkjunum. Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla, stýrir átaki til að draga úr notkun svefnlyfja. Hún segir ræddi málið.
Tónlist:
The swan - Isserlis, Thomas og Moore.
Til the morning comes - Steinar Albrigsen,
A string of pearls - Glenn Miller