Morgunvaktin

Heimsmálin og sameining á Vestfjörðum

Fjallað var um ástand mála í Nagorno-Karabakh og það sett í sögulegt ljós. Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við HÍ, fór aftur til nítjándu aldar til útskýra átök Armena og Azera.

Í spjalli um stjórnmál í Evrópu sagði Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, m.a. frá fordæmingu leiðtoga í álfunni og Evrópusambandsins á loftárásum Hamas á Ísrael. Hann fjallaði líka um kosningar hér og þar í Evrópu, bæði nýliðnar og væntanlegar.

Í dag hefst atkvæðagreiðsla um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar. Lilja Magnúsdóttir, oddviti á Tálknafirði, spjallaði um sameininguna og ávinning af henni.

Tónlist:

I?m your man - Leonard Cohen,

I got it bad and that ain?t good - Keith Jarrett,

I gotta right to sing the blues - Count Basie og Sarah Vaughan,

Honeysucle Rose - Ben Webster.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson.

Frumflutt

9. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,