Morgunvaktin

Sauðburður, atvinnulíf, hjólreiðar og balletttónlist

Sauðburður er í fullum gangi og við heyrðum í upphafi þáttar í Eyjólfi Ingva Bjarnasyni, bónda í Ásgarði í Dölum.

Jón Ólafur Halldórsson var í gær kjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann var gestur okkar.

Hjólreiðar njóta sífellt meiri vinsælda, ekki síst yfir vetrartímann. Katrín Halldórsdóttir hjá Betri samgöngum ræddi um fjölgunina, rafmagnshjól og uppbyggingu hjóla- og göngustíga.

Magnús Lyngdal sagði frá og leyfði okkur heyra balletttónlist í síðasta hluta þáttarins.

Tónlist:

Helena Eyjólfsdóttir, Grímur Sigurðsson - Sumar og sól.

Nýdönsk - Frelsið.

Helena Eyjólfsdóttir, Hljómsveit Ingimars Eydal - Skín sól.

Frumflutt

16. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,