Morgunvaktin

Kirkjur, blíðviðri og sígild tónlist

Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum var fyrsti gestur okkar í þætti dagsins og sagði frá Hólahátíð sem fer fram um helgina.

Kirkjan nýja í Grímsey var vígð síðastliðinn sunnudag viðstöddu fjölmenni. Hjörleifur Stefánsson arkitekt kirkjunnar var auðvitað við athöfnina - hann spjallaði við okkur um kirkjuna og hönnun hennar vítt og breitt.

Það er útlit fyrir alveg hreint dásamlegt veður víða um land um helgina. Ekki allsstaðar, það verður hvasst á vesturhluta landsins. En veðrið verður best á Héraði, hitinn verður hvað hæstur þar - jafnvel 27 gráður og logn. Það heitir í dag bongóblíða. Við slógum á þráðinn austur og heyrðum hvað Kristinn Kristmundsson kaupmaður ætlar gera í góða veðrinu.

Svo var Magnús Lyngdal með okkur. Hann hélt uppteknum hætti og fjallaði um sígilda tónlist. Við heyrðum meðal annars í Angelu Gheorghiu og Jose Carreras í dag.

Tónlist:

Gunnar Gunnarsson - Ach Wärmeland du sköna.

Óskar Pétursson - Hún hring minn ber.

Árni Ísleifsson - Ég var rekinn í dag.

Anna Pálína Árnadóttir - Söngur Fríðu.

Frumflutt

15. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,