Morgunvaktin

50 ár frá 200 mílna fiskveiðilögsögu

50 ár eru í dag síðan fiskveiðilögsaga landsins var færð út í 200 sjómílur. Það var sem sagt 1975. Þetta var lokahnykkurinn í útvíkkun lögsögunnar sem hófst 1949 með fjórum mílum, svo varð hún tólf, þá 50 og loks 200 sjómílur. Þessa sögu - mikilvægið; alþjóðasamningana, löndunarbönn, þorskastríðin og deilur innanlands rifjuðum við upp í þættinum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, fór yfir söguna með okkur.

Breski dýrafræðingurinn Jane Goodall lést á dögunum, 91 árs aldri. Goodall var um áratugaskeið ein frægasta vísindakona heims, ötul baráttukona á sviði náttúru- og dýraverndar og einn fremsti sérfræðingur heims í frændum okkar simpönsum. Rannsóknir hennar á simpönsum í frumskógum Tansaníu áttu stóran þátt í gjörbylta skilningi okkar á tegundinni. Vera Illugadóttir sagði frá.

Tónlist:

Spilverk þjóðanna - Lazy Daisy.

Haukur Morthens - Í landhelginni (12 mílur).

Bonga - Ilia.

Frumflutt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,