Morgunvaktin

Málefni barna, fjöldafundur á Austurvelli og Henry Purcell

Þrátt fyrir aukna áherslu stjórnvalda á málefni barna á síðustu árum eru víða blikur á lofti og á of mörgum sviðum hefur staða þeirra viðkvæmustu versnað umtalsvert. Þetta segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sem var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar.

“Þjóð gegn þjóðarmorði” er yfirskrift mótmælafunda sem haldnir verða á sjö stöðum á landinu á morgun. þeim standa vel yfir eitthundrað félög, hópar, samtök og stofnanir. Palestínsku þjóðinni verður sýnd samstaða og þess krafist ríkisstjórn Íslands grípi til alvöru aðgerða til sýna afstöðu sína gegn þjóðarmorðinu. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, kom til okkar.

Og svo var það sígilda tónlistin á föstudegi. Í dag fjallaði Magnús Lyngdal um Henry Purcell, eitt helsta tónskáld Breta.

Tónlist:

Páll Óskar Hjálmtýsson - Ég er eins og ég er.

Laufey - Forget me not.

Laufey - Snow White.

Frumflutt

5. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,