Morgunvaktin

Áfram deilt um kaup Landsbankans á TM, Berlínarspjall og breytingar á námslánum

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar í dag og við héldum áfram umfjöllun um áformuð kaup Landsbankans á TM. Síðan Þórður var hér síðast hefur bankaráð Landsbankans birt upplýsingar sem stangast á við upplýsingar Bankasýslunnar. Við fjölluðum líka um kaupmátt ráðstöfunartekna sem heldur áfram dragast saman, og um það hvað það kostar bjóða sig fram til forseta Íslands.

Berlínarspjall var á sínum stað og Arthúr Björgvin Bollason sagði meðal annars frá nýsamþykktum lögum um kannabisneyslu, óbeit atvinnurekenda á AfD flokknum og svo töluðum við svolítið um fótbolta og áhrif gengis þýska landsliðsins á þjóðarsálina.

Nokkur ár eru frá því tekið var upp styrkjakerfi í námslánum hér á landi og stendur til sníða af vankanta sem komið hafa í ljós, samkvæmt nýju frumvarpi. En stúdentar og fleiri hafa gagnrýnt frumvarpið, ekki síst vegna þess hversu litlu á breyta. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur sérstaklega lýst yfir vonbrigðum yfir því hvernig staðið er málum. Rakel Anna Boulter, forseti Stúdentaráðs HÍ, og Gísli Laufeyjarson Höskuldsson lánasjóðsfulltrúi, komu til okkar.

Tónlist:

Whiteman, Paul - Mississippi Mud.

Brimkló - Herbergið mitt.

Reinhard Mey - Über den Wolken.

Steve Miller Band - The Joker (bonus track wav).

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,