Morgunvaktin

Afkoma í sjávarútvegi, Berlínarspjall og endurhæfing

Jónas Gestur Jónasson endurskoðandi hjá Deloitte fer yfir afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi og fiskeldi á sjávarútvegsdeginum sem haldinn er í dag. Jónas byrjaði daginn á Morgunvaktinni og fór yfir helstu tölur.

Arthúr Björgvin Bollason sagði meðal annars frá enn einu vandræðamálinu innan þýsku ríkisstjórnarinnar, í þetta skipti ekki milli flokka heldur innan flokks kanslarans. Við töluðum líka um gönguferðir og söguna.

Á heilbrigðisþingi í síðustu viku var sjónum beint endurhæfingu, sem er mjög mikilvægur hluti af heilbrigðisþjónustu, en ástæður þess fólk þarfnast endurhæfingar geta verið alls konar. Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari og heilsuhagfræðingur ræddi við okkur um endurhæfingu óháð staðsetningu, sem hann talaði um á þinginu.

Tónlist:

Garth Brooks - The beaches of Cheyenne.

Benny Goodman Band - Sometimes I'm happy.

Gus Backus - Trink, Brüderlein, trink.

Stacey Ryan - Like Someone in Love.

Frumflutt

25. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,