Morgunvaktin

Kosningalög, dauðinn og Verdi

Við stikluðum á stóru í sögu íslenskra kosningalaga. Sagan nær aftur fyrir miðja nítjándu öld og er öðrum þræði átakasaga. Jón Kristinn Einarsson sagnfræðingur hefur tekið þetta saman.

Eftir þessa yfirferð fórum við inn á Alþingi en þingið hefur til meðferðar tvö mál er varða dauðann. Annars vegar tillögu sem miðar því dánaraðstoð verði heimil og hins vegar frumvarp um dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls. Bryndís Haraldsdóttir, flytur bæði mál og hún kom til okkar.

Í umfjöllun um sígilda tónlist fjallaði Magnús Lyngdal um óperur Verdis. Hann samdi þær margar um ævina en Magnús beindi sjónum þremur; Il trovatore, Rigoletto og La traviata.

Tónlist:

Mugison - Stingum af.

Frumflutt

21. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,