• 00:28:36Bólusetningar við RS - Ásgeir Haraldsson
  • 00:52:41Brussel - Björn Malmquist
  • 01:15:573 dagar - Aðalheiður Jónsdóttir

Morgunvaktin

Bólusetningar, Brussel og viðbúnaður í neyðarástandi

Ungabörn verða bólusett við RS-veirunni næstu tvo vetur. Þetta var tilkynnt fyrir helgi. Veiran veldur oft erfiðum veikindum hjá minnstu börnunum og miklu álagi á spítala. Ásgeir Haraldsson yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar í dag og ræddi um bólusetningar.

Björn Malmquist var á sínum stað. Viðskiptahagsmunir Íslands og skjól í tollastríðinu sem er hafið milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna komu við sögu, Björn ræddi við Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins. Söguleg dómsuppkvaðning í Frakklandi og allsherjarverkfall í Brussel voru líka rædd.

Stjórnvöld á hinum Norðurlöndunum hafa uppfært áætlanir og sent almenningi leiðbeiningar um hvernig þeir eigi búa sig undir hættuástand eins og hamfarir eða stríð. Evrópusambandið gerði slíkt hið sama í síðustu viku, og í dag kynnir Rauði krossinn hér á Íslandi uppfærðar leiðbeiningar um viðbúnað almennings í hvers kyns neyðarástandi. Aðalheiður Jónsdóttir, teymisstjóri neyðarvarna hjá Rauða krossinum, sagði frá því.

Tónlist:

Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.

Uppáhellingarnir, Sigríður Thorlacius - Gettu hver hún er.

Van Morrison - Problems.

Frumflutt

31. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,