Morgunvaktin

Utanríkismál skipta kjósendur í Bandaríkjunum litlu máli

Fjórar vikur eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Fjallað er um kosningabaráttuna á þriðjudögum á Morgunvaktinni. þessu sinni var rætt um bandaríska utanríkispólitík og áherslur frambjóðendanna í málafloknum. Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra í Washington, var gestur þáttarins.

Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason meðal annars frá vaxandi gyðingaandúð í Þýskalandi síðan átök brutust út milli Ísraelshers og Hamas fyrir ári. Hann sagði líka frá ljósahátíð í Berlín og söngvaskáldinu Konstantín Wreck.

Í lok þáttar sagði Hranfkell Lárusson sagnfræðingur frá nýútkominni bók sinni Lýðræði í mótun. Í henni fjallar hann um þátttöku almennings í lýðræðisþróuninni á Íslandi á árabilinu 1874 til 1915.

Tónlist:

Ég þig snemma dags - Ríó tríó,

Cielito lindo - Manu Dibango.

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,