Morgunvaktin

Fjarlækningar í bráðaþjónustu, samsæriskenningar og ríkasta fjölskylda Bretlands

Bráðaheilbrigðisþjónusta í landinu hefur verið bætt með nýjung í tilraunaskyni; svonefndar fjarskiptalækningar hafa verið teknar upp. Í því felst sérmenntaður læknir í Reykjavík styður við ákvarðanir um flutning og aðhlynningu bráðasjúklinga úti á landi. Jón Magnús Kristjánsson, sérfræðingur í bráðalækningum, ræddi þetta.

Öll þekkjum við samsæriskenningar og getum jafnvel haft af þeim nokkurt gaman, ekki síst þeim sem hljóma mjög ótrúlega. Samsæriskenningar eru þó ekki alltaf eitthvað gamanmál og alls ekki þegar þeim er beitt í pólitískum tilgangi. Á því sviði þjóðlífsins eru þær vopn. Vopnavæðing samsæriskenninga er viðfangsefni Eiríks Bergmann stjórnmálafræðings í nýju fræðiriti. Hann var gestur Morgunvaktarinnar.

Fjögur úr efnuðustu fjölskyldu Bretlands, Hinduja-fjölskyldunni, hlutu á dögunum fangelsisdóma í Sviss fyrir slæma meðferð á þjónustufólki - fólkið var látið vinna langar vaktir fyrir lúsarlaun og meinað yfirgefa heimilið. Hinduja-fjölskyldan, sem er ættuð frá Indlandi, hefur verið lítt áberandi í fjölmiðlum þrátt fyrir hafa stjórnað umfangsmiklu viðskipaveldi um áratuga skeið. Fjölskyldumeðlimir hafa þó verið viðriðnir allnokkur hneykslismál í áránna rás. Vera Illugadóttir sagði okkur frá.

Tónlist:

Sigurður Flosason Copenhagen Quartet - Forty-nine.

Jordanaires, The, Presley, Elvis - Suspicion.

Frumflutt

26. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,