Morgunvaktin

Heilbrigðiseftirlit, skattahneyksli í Danmörku og ný lög um skák

Eftirlit með veitingastöðum hefur verið í deiglunni, en í stóru vinnumansalsmáli sem er í rannsókn virðist heimsókn Heilbrigðiseftirlitsins í lager Sóltúni hafa spilað ákveðið hlutverk í atburðarásinni. Það er fleira en veitingastaðir sem lýtur eftirliti. En hvernig er eftirliti háttað, hvernig eru niðurstöður birtar og hvernig nálgast þær? Óskar Ísfeld Sigurðsson deildarstjóri matvælaeftirlits hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur ræddi við okkur um þessi mál.

Borgþór Arngrímsson fór yfir ýmis dönsk málefni sem eru í deiglunni þessa dagana. Við sögu komu réttarhöld yfir stórtækum skattsvikara, ásókn Þjóðverja í dönsk sumarhús og flugvöllur sem fáir nota.

lög um skák líta brátt dagsins ljós nái frumvarp mennta- og barnamálaráðherra fram á ganga. Fyrirkomulagi verður breytt þannig enginn stórmeistari verður á launum heldur sækja skákmenn árlega um styrk úr afrekssjóði. Breytingarnar hafa verið gagnrýndar og taldar afturför. Til ræða væntanleg lög um skák komu þau Jóhanna Björg Jóhannsdóttir varaforseti Skáksambandsins og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari til okkar í síðasta hluta þáttarins.

Honeysuckle Rose - Waller, Fats, Taylor, Billy, Sedric, Gene, Coleman, Bill, Casey, Albert, Waller, Fats and his Rhythm, Dial, Harry.

Ain't misbehavin' - Waller, Fats, Ashby, Irving, Porter, Gene, Singleton, Zutty, Moore, Alton, Stewart, Leroy, Waller, Fats and his Rhythm, Carter, Benny.

Íslendingur í Uluwatu hofi - Stórsveit Reykjavíkur.

Into The Blue - KÁRI.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,