Morgunvaktin

Fjölmiðlar, Ormsbók og sígild tónlist

Fyrsti gestur þáttarins í dag var Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Tilefnið er sumpart óvenjuleg dagskrá á Samstöðinni, hún hefst í fyrramálið og ætlunin er tala um þjóðmál sleitulaust nokkuð inn í sunnudaginn. Maraþon-Málþóf kalla þau þetta.

Eftir Morgunfréttir flettum við Ormsbók Snorra-Eddu með Guðrúnu Nordal, forstöðumanni Árnastofnunar. Ormsbók er stórmerkilegt handrit; í því er fjallað um skáldskaparfræði og málfræði, og meðal annars er latneska stafrófið fellt íslensku hljóðkerfi.

Sígilda tónlistin átti svo hug okkar allan milli hálf níu og níu. Magnús Lyngdal leiðir okkur í allan sannleika um rússneska tónskáldið Nikolai Rimsky-Korsakov og einkum verkið Scheherazade sem Rimsky-Korsakov samdi 1888.

Tónlist:

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Það er bara þú.

Benjamín Gísli Einarsson - Absent Light.

Frumflutt

27. júní 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,