Morgunvaktin

Gaza, Act alone og fótboltabullur

Ákvörðun Ísraels um útvíkkun hernaðaraðgerða og hernám á Gaza hefur vakið hörð viðbrögð, en enn skortir á raunverulegar aðgerðir mati Erlings Erlingssonar hernaðarsagnfræðings, sem var fyrsti gestur Morgunvaktarinnar.

Við heyrðum um Act Alone-hátíðina á Suðureyri við Súgandafjörð, sem lauk á laugardag. Elfar Logi Hannesson hefur staðið fyrir hátíðinni árum saman og hann ræddi við okkur.

Fótboltabullur voru til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Ófriðarseggir frá Bröndby í Danmörku unnu skemmdarverk og stofnuðu til slagsmála hér á landi í síðustu viku. Sigurður Sverrisson fótboltaáhugamaður sagði frá félagsfræðihliðinni baki svona hegðun, og Kjartan Henry Finnbogason sagði frá reynslu sinni, en hann var lengi atvinnumaður í fótbolta og lenti illa í Bröndby-aðdáendum á sínum tíma.

Tónlist:

Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Bjarnason - Ljúfa vina.

Hljómsveit Arvid Sundin, Ragnar Bjarnason - - farðu frá.

ADHD Hljómsveit - Ása.

Una Torfadóttir - Ef þú kemur nær.

Emilíana Torrini - Perlur og svín.

Frumflutt

11. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,