Morgunvaktin

Fordæmalaus fækkun sjúkraliða, fordæmalaus staða í þýskum stjórnmálum og páfakjör

Eldri borgurum landsins mun fjölga um 40 prósent á næstu árum en sjúkraliðum mun fækka um sömu prósentutölu á jafnlöngum tíma - verði ekkert gert. Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, ræddi um stöðuna og viðbrögð stjórnvalda.

Í Berlínarspjalli sagði Arthur Björgvin Bollason okkur frá nýrri ríkisstjórn Þýskalands, en í miðju spjalli kom í ljós Friedich Merz hlaut ekki meirihluta atkvæða til verða kanslari í fyrstu umferð. Slíkt hefur aldrei gerst áður. Arthur Björgvin sagði líka frá ógn sem þýsku samfélagi er talin stafa af stjórnmálaflokknum AfD mati leyniþjónustunnar og frá lokum síðari Heimsstyrjaldarinnar fyrir áttatíu árum.

Kjör nýs páfa hefst á morgun. Þá verða kardínálarnir lokaðir inni í Sixtínsku kapellunni í Vatikaninu og greiða atkvæði þar til einhver úr þeirra röðum hefur hlotið tvo þriðju hluta atkvæða. Niðurstaða fæst hugsanlega strax á morgun, en mögulega tekur þetta nokkra daga. Jurgen Jamin, prestur kaþólskra á Norðurlandi, fór yfir málin.

Tónlist:

The Stars of Faith - Rise up sheperd and follow.

Aretha Franklin - Respect.

Manu Dibango - Cielito lindo.

Frumflutt

6. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,