Morgunvaktin

Erlend málefni, staðarhald á Bessastöðum og málefni framhaldsskólanna

Bogi Ágústsson ræddi erlend málefni eins og vanalega á fimmtudögum. Fyrst á dagskrá var fundur um norrænt samstarf í Norræna húsinu í gær, þar sem óánægja Grænlendinga með stöðu sína í samstarfinu var einkum rædd. Einnig var fjallað um kosningabaráttuna í Bretlandi en kosið verður til breska þingsins í byrjun júlí og um Mama Cass söngkonu en lífseig saga um hún hafi látist (fyrir 50 árum) við það samloka stóð í henni hefur verið hrakin. Mama Cass lést úr hjartaáfalli.

Leikið var brot úr hlaðvarpsþættinum Kjóstu betur sem þrjú ungmenni sem kjósa í fyrsta sinn sjá um, þau Anna Sonde, Embla Bachmann og Jörundur Orrason. Leikið var viðtal við Jóhann Gunnar Arnarsson sem var staðarhaldari á Bessastöðum í tíu ár.

Framhaldsskólarnir brautskrá útskriftarnemendur þessa dagana. Rætt var við Sigríði Huld Jónsdóttur, skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, um lífið í VMA og skólamál almennt.

Tónlist:

Heima er best - Sigurður Flosason,

Undir Stórasteini - Ragnar Bjarnason,

Karl sat undir kletti - Þokkabót,

Dream a little dream of me - Mama Cass,

This is your land - Harry Belafonte.

Frumflutt

30. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,