Morgunvaktin

Útlit fyrir breytingar í pólskum stjórnmálum

Stólaskipti Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur voru til umfjöllunar. ráðstöfun kom sumum á óvart en öðrum ekki. Við fórum yfir atburðarásina og mátum pólitíska ástandið með Eiríki Bergmann stjórnmálafræðingi.

Við ræddum kosningarnar í Póllandi í gær og veltum fyrir okkur stöðunni í stjórnmálunum þar út frá þeim upplýsingum sem fyrir ligga - það bendir ýmislegt til þess stjórnin hafi fallið. Með okkur voru fréttamennirnir Björn Mamlquist og Margrét Adamsdóttir.

Sinnepsgerð og smáframleiðsla matvæla almennt voru svo til umfjöllunar í síðasta hluta þáttarins. Býsna margt fólk framleiðir hér matvæli í smáum stíl og selur í verslanir. Í þeim hópi er Svava Hrönn Guðmundsdóttir sem framleiðir sinnep - hún er líka formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Tónlist:

Young, Neil, Crazy Horse - I believe in you.

Elín Eyþórsdóttir Söebech - Get away.

Stórsveit Reykjavíkur, Egill Ólafsson - It don't mean a thing if it ain't got that swing.

Frumflutt

16. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,