Morgunvaktin

Grindavík, Kjósarhreppur og pylsur

Enn gýs í nágrenni Grindavíkur og í gær var hafist handa við hækka enn frekar varnargarða til reyna forða því hraun flæði yfir þá. Grindvíkingar eru margir enn í mikilli óvissu um framtíðina, bæði hvað varðar búsetu og atvinnu. Við ræddum við Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, um málefni Grindvíkinga vítt og breitt.

Við fjölluðum um fámennasta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu og það sem hefur hvað mesta sérstöðu. Í Kjósarhreppi búa um 300 manns; landbúnaður er aðalatvinnuvegurinn og náttúrufegurðin mikil. Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri sagði okkur frá lífinu og tilverunni í Kjós.

Fátt, ef nokkuð, er betra en góð pylsa segja pylsuunnendur. Sigurður Haraldsson pylsugerðarmaður í Pylsumeistaranum kann aldeilis tökin á pylsunum; hann varð Kjötmeistari ársins í fagkeppni meistarafélags kjötiðnaðarmanna sem fram fór á dögunum. Sigurður kom til okkar og við spjölluðum um pylsur og pylsugerð. Það á segja pylsur, ekki pulsur, segir Sigurður.

Tónlist:

King, Ben E. - Stand by me.

Jens Hansson, Haraldur Þorsteinsson, Ásgeir Óskarsson, Björgvin Gíslason, Hjörleifur Valsson Fiðluleikari - Á fálkaslóð.

Karlakór Kjósverja - Söngur sáðmannsins.

Karlakór Kjósverja - Sumar er í sveitum.

Morrison, Van - Moondance.

Frumflutt

22. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,