Morgunvaktin

Heimsglugginn, réttindi fatlaðs fólks og Gunnar Gunnarsson

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann. Breska ríkisútvarpið er í ólgusjó og við ræddum um það, sem og um gyðingaandúð í Evrópu.

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í gær, eftir áralanga baráttu. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kom til okkar.

Í næstu viku verður hálf öld síðan Gunnar Gunnarsson rithöfundur lést og af því tilefni verður minningardagskrá í menningarhúsunum Veröld og Eddu á Melunum í Reykjavík á laugardag. Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar, spjallaði vítt og breitt um skáldið.

Frumflutt

13. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,