Morgunvaktin

Sameining sveitarfélaga, haustið í Ásbyrgi og Schumann

Ráðherra málefna sveitarfélaga vill fækka sveitarfélögum með lögboði; sveitarfélög með færri en 250 íbúar verða sameinuð öðrum, gangi áform hans eftir. Við ræddum um þetta og fleira tengt sveitarfélögunum við ráðgjafa KPMG sem þekkja málaflokkinn vel, Lilja Ósk Alexandersdóttir og Róbert Ragnarsson komu til okkar.

Við heyrðum um haustið í Ásbyrgi; Guðrún Jónsdóttir þjóðgarðsvörður talaði við okkur í síma þaðan.

Svo var Magnús Lyngdal með okkur í síðasta hluta þáttarins og fjallar um sígilda tónlist. Hann sagði okkur frá þýska tónskáldinu Robert Schumann og lék brot úr nokkrum af rómantísku sönglögunum hans.

Tónlist:

Claes Janson - Nu börjar det sluta regna.

Ellen Kristjánsdóttir, Mannakorn - Lifði og í Reykjavík.

Sigur Rós - Hoppípolla [Hopp í polla].

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,