Morgunvaktin

Sólar- og vindorka fram úr kolum, gull og sígild tónlist

Endurnýjanlegir orkugjafar tóku fram úr kolum sem leiðandi orkugjafi heimsins á fyrri hluta þessa árs, í fyrsta sinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn. En ríki heimsins standa sig misvel. Hildigunnur Thorsteinsson, veðurstofustjóri og verkfræðingur, þekkir þetta vel og hún ræddi við okkur.

Við röbbuðum um gull í þættinum í gær - verð á gulli er óvenju hátt - og við héldum áfram fjalla um gull, í dag rifjuðum við upp gullfundinn í Vatnsmýri í Reykjavík árið 1905. Um tíma var talið “gullöld Íslendinga” væri hefjast. Það reyndist rangt.

Við slógum botninn í þáttinn í dag með umfjöllun um sígilda tónlist. Magnús Lyngdal var með okkur og þessu sinni sagði hann okkur frá hvernig hann hlustar á tónlist og valdi fyrir nokkur uppáhalds númer heyra brot úr.

Tónlist:

Björgvin Halldórsson - Skýið.

Leonard Cohen - Hey that's no way to say goodbye.

Valur og Regnúlpurnar - Verði þinn vilji.

Frumflutt

10. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,