Morgunvaktin

Heimsglugginn og sagan

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og með honum Hallgrímur Indriðason fréttamaður. Norsk stjórnmál voru aðalumfjöllunarefnið, það var kosið í Noregi á mánudag og Hallgrímur fylgdist með þar ytra. Einnig var rætt um morðið á Charlie Kirk í Bandaríkjunum í gær.

Sögufélag Garðabæjar var stofnað formlega í síðustu viku. Markmiðið er safna, varðveita og miðla sögu Garðabæjar. Stofnandinn Hrannar Bragi Eyjólfsson kom til okkar og sagði frá sögu bæjarins og merkilegs íbúa sem hann er um það bil gefa út bók um. Það er afi hans, sr. Bragi Friðriksson.

Og meiri saga. Í landi Keldna í Reykjavík er saga við hvert fótmál. Við hverja þúfu. Þar stendur mikið til; það á byggja heilt hverfi. Anna Lísa Guðmundsdóttir hjá Borgarsögusafni og Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur leiða sögugöngu um Keldnalandið síðdegis; þær byrjuðu daginn á Morgunvaktinni.

Tónlist:

Hljómar - Sveitapiltsins draumur.

Of Monsters and Men - King and lionheart.

Mannakorn, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Einbúinn.

Frumflutt

11. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,