Morgunvaktin

Mikilvægt starf íslenska safnaðarins í Kaupmannahöfn

Íslenski söfnuðurinn í Kaupmannahöfn er handhafi Verðlauna Jóns Sigurðssonar í ár. Séra Sigfús Kristjánsson, prestur Íslendinga, sagði frá starfinu sem er fjölþætt og mikilvægt fyrir Íslendinga í Danmörku og eflir tengsl milli Íslands og Danmerkur.

Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, sagði frá nýafstöðunum forsetakosningum í Rúmeníu og væntanlegum forsetakosningum í Póllandi. Hann sagði líka frá balli sem haldið var í Basel í Sviss um helgina, leikin var diskótónlist og aldurstakmarkið var sextíu ár.

Alþjóðlegur dagur ljósmæðra er í dag en af því tilefni hleypir Þjóðminjasafnið af stokkunum nýrri könnun þar sem spurt er um meðgöngu og barneignir og þjóðtrú. Slík könnun var gerð 1963. Helga Vollertsen sérfræðingur í þjóðháttum á Þjóðminjasafninu og Eva Þórdís Ebenezersdóttir þjóðfræðingur sögðu frá nýju könnuninni og einnig frá svörum sem bárust í fyrri könnun.

Árstíðirnar fjórar, vorið - Nigel Kennedy og Enska kammersveitin,

Pianomand - Kim Larsen og Kjukken,

Softly as in a morning sunrise - Milton Jackson,

Gott er gefa - Rúnar Júlíusson.

Frumflutt

5. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,