Morgunvaktin

Barnavinafélagið Sumargjöf hundrað ára

Öld er liðin frá stofnun Barnavinafélagsins sumargjafar. Félagið sinnti margvíslegum verkefnum er varða börn en í lögum þess sagði félagið skildi stuðla andlegu og líkamlegum heilbrigði og þroska barna og vernda þau fyrir óhollum áhrifum. Kristín Hagalín Ólafsdóttir formaður sagði frá stofnun félagsins og starfsemi og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sagði frá bók sem félagið fól honum skrifa í tilefni af aldarafmælinu um sögu barna í Reykjavík í hundrað ár. Hún kemur út í haust.

Borgþór Arngrímsson sagði tíðindi frá Danmörku og mest var fjallað um eldsvoðann í Börsen í síðustu viku. Eldsupptök eru enn óljós.

Á Borgarbókasafninu í Kringlunni er, í tilefni forsetakosninganna 1. júní, stillt fram bókum um forseta og bókum eftir forseta og forsetaframbjóðendur. Þær eru fjölmargar líkt og Guttormur Þorsteinsson bókavörður rakti.

Tónlist:

Vikivaki - Diddú,

Aravísur - Ingibjörg Þorbergs,

Búkolla í Bankastræti - Alfreð Clausen og brúðan Konni,

Kisa mín - Hanna Valdís,

Ég á lítinn skrýtinn skugga - Björgvin Halldórsson,

Lagið um það sem er bannað - Sveinbjörn I. Baldvinsson,

Der bor en ung pige - Anne Linnet,

On the sunny side of the street - Ella Firzgerald.

Frumflutt

24. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

,