Morgunvaktin

Þjóðfundurinn 2009 rifjaður upp - heiðarleiki í öndvegi

Í fyrsta hluta þáttarins var sagt frá könnun sem gerð var á viðhorfum og gildismati landsmanna árið 1984. Morgunblaðið sagði ítarlega frá. Meginniðurstöðurnar sýndu Íslendingar voru hamingjusamir, stoltir og trúhneigðir.

Fyrir fimmtán árum, þegar ár var frá Hruninu, var haldinn þjóðfundur í Laugardalshöll þar sem 1.200 þátttakendur fjölluðu um lífsgildi þjóðarinnar til framtíðar. Gunnar Hersveinn heimspekingur tók þátt í fundinum og skrifaði seinna bók um niðurstöðurnar. Hann rifjaði upp það sem fólki fannst mikilvægast; heiðarleiki var þar efst á blaði.

Björn Malmquist fréttamaður í Brussel sagði frá leiðtogafundi EES ráðsins í dag og ræddi við Sigríði Mogensen, starfsmann Samtaka iðnaðarins, sem situr í ráðgjafaráði EES. Hún segir brýnt stjórnvöld hugi vel helstu útflutningsmörkuðum landsins.

Sóley Kaldal flutti áttunda þátt í þáttaröðinni Öryggi þjóðar.

Tónlist:

Down here on the ground - Oscar Peterson Tríó,

Porgy - Oscar Peterson Tríó,

Mrs. Robinson - Paul Simon.

Frumflutt

25. nóv. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,