Morgunvaktin

Stríðsátök í heiminum, Fisktækniskólinn í Grindavík og ný rannsókn á votlendi

Það eru víða stríð og átök í heiminum í dag. Mest fer fyrir hernaði Rússa gegn Úkraínu, og átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Friðarumleitanir hafa ekki borið árangur; ekki enn en er von? Við fórum yfir stríð og frið í heiminum með Silju Báru Ómarsdóttur, prófessor í stjórnmálafræði.

Votlendi sem er stærra en tveir hektarar nýtur sérstakrar verndar í náttúruverndarlögum. Í nýútkominni meistararitgerð úr líffræði frá Háskóla Íslands kemur fram minni votlendisblettir, þar á meðal blettir vel undir tveimur hekturum, geta gegnt mikilvægu hlutverki fyrir fuglalíf landsins. Aron Alexander Þorvarðarson líffræðingur sagði okkur frá rannsókn sinni á tengslum flatarmáls votlendis og fjölbreytni og þéttleika fugla.

Í Grindavík hefur Fisktækniskóli Íslands verið starfræktur um árabil. “Framtíðin felst í hafinu,” segja þau í Fisktækniskólanum: “í fólkinu, tækifærunum, þekkingarsamfélaginu og draumunum.” Ástand mála í Grindavík hefur auðvitað haft áhrif á skólastarfið en það hjálpar til á vorönn eru nemendur í verklegu námi hjá sjávarútvegsfyrirtækjum vítt og breitt um landið. Klemenz Sæmundsson, skólameistari Fisktækniskólans var til viðtals á Morgunvaktinni.

Hawaiian hospitality - Iona, Andy and his Islanders, Armstrong, Louis.

The spirit Pops Mohamed.

Lívíð er júst tað, sum tað er - Kári Sverrisson.

Stingum af - Mugison

Frumflutt

23. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,