Boðað til kosninga í Bretlandi, kannanir á Íslandi og snjallfækkun á dreifbýlum svæðum
Bogi Ágústsson fjallaði um bresk málefni í Heimsglugganum. Rishi Sunak forsætisráðherra boðaði í gær til sumarkosninga; sannfærður um að geta nokkuð snarlega snúið heldur döpru gengi Íhaldsflokksins við. Við ræddum líka um nýjustu vendingar í póstskandalnum svokallaða.
Eftir Morgunfréttir veltum við fyrir okkur þróun fylgis frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Þóra Ásgeirsdóttir hjá Maskínu var hjá okkur. Við veltum fyrir okkur ólíkri aðferðafræði við að kanna hug landsmanna, gildi og áreiðanleika og viðbrögðum þeirra sem spurt er um.
Í síðasta hluta þáttarins ræddum við svo um byggðaþróun í landinu. Hópur fólks frá nokkrum löndum hefur verið á ferð um landið undanfarnar vikur að kynna sér fyrirbærið snjallfækkun - að gera gott úr fækkun fólks á dreifbýlum svæðum. Matthias Kokorcsh, fagstjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða, hefur haldið utan um verkefnið hér á landi. Hann er staddur með hópinn á Akureyri í dag.
Tónlist:
Veitan, Vilhjálmur Guðjónsson - Birtuskil.
Einar Scheving - Hvert örstutt spor.
Stewart, Rod - Baby Jane.
Frumflutt
23. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Morgunvaktin
Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.