Morgunvaktin

Blíðviðri, tollastríð og fjármálamarkaðir, Lúðrasveit Hafnarfjarðar 75 ára

Sumarveður er á Austurlandi, og við heyrðum í Jónu Árnýju Þórðardóttur, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Hún sagði okkur frá mannlífinu í Neskaupstað í gær, þar sem fólk gekk og hjólaði um á stuttermabolum og buxum.

Við fjölluðum áfram um efnahagsmál og fjármálamarkaði. Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, var gestur okkar.

Arthur Björgvin Bollason fór líka yfir áhrifin af tollum Trumps á Þýskaland og pólitíkina þar í landi. Hann ræddi líka við Huldu Rós Guðnadóttur, sem sýnir í galleríi í Berlín.

Í síðasta hluta þáttarins var rætt um lúðrasveitir, og sérstaklega Lúðrasveit Hafnarfjarðar, sem heldur upp á 75 ára afmæli sitt með tónleikum í Hörpu annað kvöld. Finnbogi Óskarsson sagði okkur frá sögu sveitarinnar.

Tónlist:

Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hljómsveit Ingimars Eydal - Litla sæta ljúfan góða.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar - Tjarnarmars.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar - Gamlar minningar.

Frumflutt

8. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,