Morgunvaktin

Halla Tómasdóttir, Evrópuþingskosningarnar og Trump

Fjallað var um nýafstaðnar forsetakosningar. Rætt var við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing um kjör Höllu Tómasdóttur og kosningabaráttuna.

Björn Malmquist sagði frá Evrópuþingskosningunum sem hefjast á fimmtudag og þingkosningum í Belgíu á sunnudag. Einnig sagði hann frá fundi Úkraínuforseta með leiðtogum norrænu ríkjanna í Stokkhólmi á föstudag.

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var á fimmtudaginn fundinn sekur í dómsmáli sem höfðað var gegn honum. Sigríður Rut Júlíusdóttir héraðsdómari ræddi dóminn og möguleg áhrif hans á Trump sem sækist eftir forsetakjöri á nýjan leik.

Tónlist:

Svo björt og skær - Kvartett Reynis Sigurðssonar,

My foolish heart - Laila Dalseth,

Suddenly autumn - Sunna Gunnlaugsdóttir,

50 ways to leave your lover - Paul Simon.

Frumflutt

3. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Umsjónarmenn eru Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Þættir

,