Starfsfólk og nemendur við Háskóla Íslands kjósa næsta rektor skólans í vikunni. Eftir fyrri umferð er kosið á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við læknadeild, og Silju Báru Ómarsdóttur, prófessors við stjórnmálafræðideild. Þau komu á Morgunvaktina og sögðu frá helstu áherslumálum og sýn á Háskólann.
Björn Malmquist sagði frá heimsókn til Úkraínu á dögunum og lék meðal annars brot úr viðtali við einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar þar í landi. Hann talaði líka við Róbert Spanó um alþjóðlegu tjónaskrána en hann situr í stjórn þess verkefnis.
Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, spjallaði um málefni bænda en Búnaðarþing fór fram undir lok síðustu viku. Trausti sagði hug í bændum landsins.
Needles and pins - The Searchers,
Love potion no. 9 - The Searchers,
When you walk in the room - The Searchers,
Stand by me - The Searchers,
Á Sprengisandi - Tríó Guðmundar Ingólfssonar,
Vorblómin anga - Tríó Guðmundar Ingólfssonar.