Morgunvaktin

Hugmyndafræði góðtemplara og Margrét Þórhildur drottning í 52 ár

Í tilefni þess fyrr í vikunni voru liðin 140 ár frá stofnun fyrstu Góðtemplarastúkunnar á Íslandi var fjallað um hugmyndafræði og áhrif stúkunnar í samfélaginu. Nanna Þorbjörg Lárusdóttir sagnfræðingur skrifaði meistararitgerð um stúkurnar, yfirskrift hennar var: Í trú von og kærleika. Góðtemplarareglan á Íslandi frá 1884 og fram á fjórða áratuginn. Félagsleg, menningarleg og hugmyndaleg áhrif. Nanna Þorbjörg var gestur þáttarins og sagði frá.

Þjóðhöfðingjaskipti verða í Danmörku á sunnudag þegar Margrét Þórhildur drottning afsalar sér krúnunni og sonur hennar Friðrik verður konungu. Af því tilefni voru rifjuð upp gömul skrif um Margrét og endurleikið viðtal við Helgu Hauksdóttur, sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn, frá 2022 þegar Margrét hafði ríkt í 50 ár.

Tónlist:

Take me home country roads - John Denver,

Apache - The Shadows,

Black is black - The Shadows,

Jeg har elsket dig, sa længe jeg kan mindes - Anne Linnet,

Dit liv bugter sig - Anne Linnet,

Ga med i lunden - Anne Linnet,

The most beautiful girl - The Shadows.

Frumflutt

12. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,