Morgunvaktin

Lýðræði og ungt fólk, dönsk málefni og lán til kvenna

Yngstu hópar kjósenda eru ólíklegri en þeir sem eldri eru til skila sér á kjörstað. Það er tilfellið í flestum kosningum og ekki bara á Íslandi, heldur í flestum vestrænum lýðræðisríkjum. Hvað gæti skýrt þetta og hvað er til ráða? Hulda Þórisdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sagði frá nýrri rannsókn á lýðræðisþátttöku og viðhorfum ungs fólks.

Borgþór Arngrímsson ræddi um Mette Frederiksen og árásina á hana um daginn, neyðarbirgðirnar sem stjórnvöld hvetja borgarana til koma sér upp og lýðræðisfundinn á Borgundarhólmi sem fram fór á dögunum.

Fólki - og þá ekki síst konum og ungum bændum - bjóðast frekari möguleikar en áður á lánum hjá Byggðastofnun til efla líf og treysta byggð úti um landið. Stofnunin nýtur bakábyrgðar Evrópska fjárfestingabankans sem gerir henni kleift bjóða lánin á bærilegum kjörum. Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, sagði frá þessu.

Tónlist:

Katrín Halldóra Sigurðardóttir - Ómissandi fólk.

Baez, Joan - Diamonds and rust.

Karl orgeltríó, Rebekka Blöndal - Því ég sakna þín.

Frumflutt

19. júní 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,