Morgunvaktin

Listin að sjóða málma

Bogi Ágústsson settist við Heimsgluggann og ræddi við Jón Óskar Sólnes sem býr í Washington í Bandaríkjunum og fylgist vel með gangi mála, ekki síst fyrir kosningarnar í haust. Bogi ræddi einnig um nýafstaðnar kosningar bæði í Indónesíu og Pakistan.

Við heyrum af því reglulega ein stærsta áskorun þjóðarinnar í heilbrigðismálum er hækkandi aldur og aukin sjúkdómsbyrði elstu hópa samfélagsins. Sífellt er bætast í þekkingu á heilsusamlegri öldrun, og vöðvavernd er þar mikilvægur þáttur, eins og Anna Björg Jónsdóttir yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítalanum ræddi við okkur.

Í síðasta hluta þáttarins ræddum við um málmsuðu - það er kúnst sjóða saman vatnsleiðslur eins og gert vart á mettíma í Svartsengi um síðustu helgi. ekki talað um í kulda og myrkri og í kappi við tímann. Þeir sem unnu verkið eru hetjur. Við spjöllum um þetta fag við Víglund Laxdal Sverrisson, skólastjóra véltækniskóla Tækniskólans.

Umsjón: Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir.

Tónlist:

Elly Vilhjálms, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Litli tónlistarmaðurinn.

Stína Ágústsdóttir - Vorið og tómið.

Gerry and The Pacemakers - Ferry cross the Mersey.

Páll Rósinkranz - Suður um höfin.

Frumflutt

15. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,