Morgunvaktin

Samstarf milli Norðurlanda, Evrópuþingskosningar og enskumælandi ráð á Vík

Uppfæra þarf samstarfssamninginn milli Norðurlandanna, Helsingsforssáttmálann, svo hann endurspegli nýjar áskoranir og tækifæri sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. Samningurinn ætti taka líka til öryggis- varnar og viðbúnaðarmála. Þetta er niðurstaða starfshóps sem hefur unnið uppfærslu samningsins undanfarið. Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar fór fyrir hópnum, og hún kom á Morgunvaktina.

Kosið verður til Evrópuþingsins eftir sex vikur. Í spjalli um stjórnmál í Evrópu fór Björn Malmquist, fréttamaður í Brussel, yfir nýja könnun sem sýnir m.a. útlit er fyrir talsvert meiri kosningaþátttöku en síðast. Öryggis- og varnarmál, efnahagsmál, heilbrigðismál og fátækt eru þau mál sem kjósendur telja brýnustu viðfangsefni Evrópuþingsins.

Á aðalfundi Byggðastofnunar í síðustu viku var Landstólpinn afhentur en það er hvatningar- og bjartsýnisviðurkenning sem stofnunin veitir vegna vel heppnaðra byggðaverkefna. Enskumælandi ráðið í Mýrdalshreppi hlaut viðurkenninguna í ár. Í því situr fólk sem ekki á íslensku móðurmáli og hefur þar vettvang til aðkomu málefnum sveitarfélagsins. Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri sagði okkur frá Enskumælandi ráðinu.

Tónlist:

Hold me, thrill me, kiss me - Carter, Mel.

Fifth Dimension, The - Aquarius.

Tritt, William, Cincinnati Pops Orchestra - Theme from 'Love story' ((1970).

Hoff, Jan Gunnar - The years.

Simone, Nina - Love o' love.

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,