Morgunvaktin

Efnahagsmál, þýsk stjórnmál og afmælisveisla á Seltjarnarnesi

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, kom til okkar. Við ræddum um Seðlabankann en ársfundur hans var í síðustu viku. Það fer ekki hátt þrettán milljarða tap varð á rekstri bankans á síðasta ári - og átján milljarða tap 2022. Á meðan græða viðskiptabankarnir. Við fórum yfir þetta og fleira með Þórði.

Arthur Björgvin Bollason talaði um þýsk stjórnmál; um áhrif innrásar Rússa í Úkraínu á pólitíkina í Þýskalandi og þá óeiningu sem ríkir um afstöðu og aðgerðir vegna hennar. Þá ræddum um Gerhard Schröder, sem var kanslari í kringum aldamótin síðustu og er - eða var alla vega vinur Pútíns.

Gleðin verður allsráðandi á Seltjarnarnesi í dag sem aldrei fyrr - þegar hálfrar aldar kaupstaðarafmæli verður fagnað. Já, 50 ár eru í dag síðan Seltjarnarnes breyttist úr hrepp í bæ. Við fjöllum um menningu og mannlíf á Nesinu, til okkar komu Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur; Seltirningur í húð og hár og Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur sem býr á Nesinu og þekkir vel sögu sveitarfélagsins.

Tónlist:

Ævar Örn Sigurðsson, Ólafur Hólm, Arnór Sigurðarson Tónlistarm., Harmonikkubræður, Bragi Þór Ólafsson, Andri Snær Þorsteinsson, Bragi Fannar Þorsteinsson - Hjálpaðu mér upp.

Helgi Hrafn Jónsson, Dickow, Tina - Jeg har travlt - Featuring Helgi Jonsson.

Léttsveit Seltjarnarness - Groovin hard.

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,