Morgunvaktin

Stjórnmál og kosningar

Stjórnmál og kosningar voru á dagskrá hjá okkur í dag. Starfsstjórn er við völd í landinu. Samkomulag um framhald samstarfs stjórnarflokkanna hefur ekki náðst. Við ræddum stöðuna í stjórnmálunum með Birgi Guðmundssyni stjórnmálafræðingi og svo alþingismönnunum Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata.

Við fjölluðum líka um kosningakerfið sem notast er við í forsetakosningum. Sumir telja rétt breyta því og efna til síðari umferðar svo forseti kjörinn með yfir helmingi atkvæða. Við ræddum þetta og ýmislegt annað í tengslum við kosningakerfi við Þorkel Helgason stærðfræðing.

Og stjórnmál í Evrópu voru líka á dagskrá; Björn Malmquist talaði frá Brussel og sagði meðal annars frá nýafstöðnum afmælisfundi Nató, forsetakosningum í Slóvakíu og Evrópuþingskosningunum í sumar.

Tónlist:

Magnús Jóhann Ragnarsson, GDRN - Hjarta mitt.

Baker, Chet, Tómas R. Einarsson - Don't Blame Me.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Morgunvaktin

Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Þættir

,